Við trúum því að fallegt
umhverfi auki lífsgleðina.

sagan okkar

Um Zolo

ZOLO & CO er lítið fjölskyldufyrirtæki í Keflavík, staðsett að Hafnargötu 23.Okkar markmið er að þjóna þér viðskiptavinur góður,eins vel og við getum.

Hjá okkur er að finna stórkostlegt úrval af ilmolíulömpum og líklega landsins mesta úrval af ilm- og ilmkjarnaolíum, ásamt ilmstöngum, ilmkertum og híbýlaspreyjum.

Við erum líka með fjöldan allan af skemmtilegum vörumerkjum á borð við Revitalash, Eco by Sonya, Marc Inbane og listinn heldur áfram.Allskonar öðruvísi heimilis- og gjafavara, oft á tíðum með lítið af hverju, þegar um er að ræða sérstaka og mikið öðruvísi hluti!

Starfsfólk ZOLO & CO

Rúna Óladóttir

Framkvæmdastjóri

Hanna Þurý Ólafsdóttir
Erlingur Jónsson
Thelma Rut Stefánsdóttir
fjölbreytt vöruúrval

Öðruvísi gjafavörur

„Njóttu þess að vera heima“ Það er eiginlega okkar “mottó” og hugsum við verslunina og vöruúrvalið okkar mikið út frá því, því það á að vera notalegt og kósý að koma heim, þar sem heimilið er jú okkar griðarstaður. 

Það er alveg pottþétt þess virði að gera sér ferð og kíkja til okkar í heimsókn. 

Við tökum vel á móti þér og aðstoðum þig með ánægju.