| Weight | 1 kg |
|---|---|
| Dimensions | 0,3 × 0,3 × 0,3 cm |
EUCALYPTUS
1.890 kr.
Tröllatré (Eucalyptus – Eucalyptus globulus)
Eucalyptus globulus er m.a. bólgueyðandi og bakteríudrepandi og er olían oft notuð í krem og olíur sem notuð eru við flugnabiti, kvefi og
vöðvabólgu.
Við kvefi er gott að setja nokkra dropa í skál af heitu vatni, hylja höfuðið með handklæði og anda að sér gufunni, einnig má setja dropa í lófann og anda að sér. Það er líka gott að blanda Eucalyptus í grunnolíu eða krem og nudda á brjóst og bringu. Eucalyptus er líka góð við vöðvabólgu, þá er gott að blanda henni í grunnolíu og bæta í Rosmarin eða Engifer ásamt góðu Epson salti.
Eucalyptus blandast vel með Benzoin, Timian, Lavender, Lemongrass, Lemon og Pine.
Notkun:
Fyrir ilmolíulampa er gott að byrja á 3-5 dropum og auka svo magnið eins og hverjum og einum finnst við hæfi. Það má setja hana í ilmolíubrennara, þá eru settir 3-5 dropar í vatnið og svo kveikt á kerti undir.
Fyrir líkamsolíu þá er gott að setja 20 dropa af ilmkjarnaolíu út í 100 ml af grunnolíu.
Varúð:
Til að forðast ertingu eða ofnæmisviðbrögð er gott að setja einn dropa af ilmkjarnaolíunni beint á húðina til að sjá hvernig hún bregst við en við mælum með að blanda alltaf ilmkjarnaolíum út í grunnolíu áður en hún er borin á húð til að forðast ertingu. Geymið ilmkjarnaolíuna þar sem börn ná ekki til og fjarri sólarljósi. Ef olían berst í augu er best að setja t.d. ólífuolíu fyrst í augað og skola síðan með vatni. Leitið til læknis ef erting hættir ekki. Olían er eingöngu ætluð til útvortis notkunar.
Ef þú vilt nánari uppl um ilmkjarnaolíuna þá er best að hafa samb við ilmkjarnaolíufræðing.
51 in stock
You must be logged in to post a review.











Reviews
There are no reviews yet.