Weight | 0,24 kg |
---|
ROSEMARY
2.900 kr.
Settu nokkra dropa í ilmolíulampann þinn við þynnku, ef þú ert í próflestri því hún virkjar einbeitninguna vel.
Hún virkar vel við sýkingum í öndunarfærum, góð við stíflum í berkjum og ennisholum, örvar lungu og auðveldar öndun.
Frábær uppskrift við hálsbólgu:
3 dropar Rosemary
2 dropar Lavender
1 dropi piparmynta
2 dropar Eucalyptus
Settu þessa blöndu í ilmolíulampann þinn eða blandaðu henni við 10 ml af góðri grunnolíu og berðu blönduna á svæðið fyrir framan og aftan eyrun, undir kjálkann, niður að viðbeini og á hálsinn. Hafðu mjúkan klút á hálsinum til að halda honum heitum.
Rosemary er notuð við hverskonar vöðvabólgu-vandamálum,hún örvar blóðrás, er vatnslosandi, og vinnur gegn appelsínuhúð(cellulitis), bjúg, liðverkjum, gigt, er bólgueyðandi, höfuðverkjum og minnisleysi. Eykur einbeitingu, er gegn þunglyndi, lágum blóðþrýstingi og meltingartruflunum hvers konar, s.s. harðlífi, vindgangi og niðurgangi.
ATH: FORÐIST á meðgöngu og með háum blóðþrýstingi og flogaveiki. Mjög örvandi, notist ekki fyrir svefn. Getur ert húð.
In stock
Reviews
There are no reviews yet.