Weight | 1 kg |
---|
Sandalviður/Sandalwood
3.200 kr.
Sandalviður (Sandalwood –Santalum spicatum)
Aðalvirkni sandalviðarolíu er sú að hún er hvort tveggja í senn slakandi og streitulosandi. Hún róar líka og kemur jafnvægi á taugakerfið, hún hefur mjög góð áhrif á húðina ásamt því að næra hana vel. Getur haft góð áhrif á unglingabólur vegna sótthreinsandi og bólgueyðandi eiginleika, hún ætti líka að draga úr kláða.
Sandalviður blandast vel með bergamot, svörtum pipar, geranium, lavender, myrru, rós, vetiver og Ylang ylang.
Sandalwood hefur verið notuð í þúsundir ára til lækninga hjá frumbyggjum.
Notkun
Fyrir ilmolíulampa er gott að byrja á 3-4 dropum og auka svo eftir þörfum. Hægt er að setja olíuna í ilmolíubrennara, setja þá 3-5 dropa af olíunni í vatn áður en kveikt er á kertinu undir. Einnig má setja 1-2 dropa í lófana, nudda lófunum saman og anda olíunni þannig beint að sér til að róa taugakerfið. Sandalvið má líka blanda í grunnolíu til að nota í líkamsnudd eða út í baðið fyrir róandi og nærandi upplifun. Tilvalið að setja 20 dropa af Ilmkjarnaolíu út í 100 ml af grunnolíu. Veistu, að það er líka frábært að bæta nokkrum dropum af Sandalvið út í andlitskremið fyrir aukna næringu og jafnvægi fyrir húðina.
Varúð
Til að forðast ertingu eða ofnæmisviðbrögð er gott að setja einn dropa af ilmkjarnaolíunni beint á húðina til að sjá hvernig hún bregst við en við mælum með að blanda alltaf ilmkjarnaolíum út í grunnolíu áður en hún er borin á húð til að forðast ertingu. Geymið ilmkjarnaolíuna þar sem börn ná ekki til og fjarri sólarljósi. Ef olían berst í augu er best að setja t.d. ólífuolíu fyrst í augað og skola síðan með vatni. Leitið til læknis ef erting hættir ekki. Olían er eingöngu ætluð til útvortis notkunar.
Ef þú vilt fá frekari vitneskju um eiginleika ilmkjarnaolíunnar þá er best að hafa samband við ilmkjarnaolíu fræðing.
In stock