Þyngd | 1 kg |
---|
Cement – Ilmolíulampi m/USB
7.450 kr.
Cement ilmolíulampinn skapar ljúft andrúmsloft með ljósi af LED perum sem eyða litlu og hjálpa þér að slaka á. Þessir glæsilegu ilmolíulampar munu gera umhverfið líkast SPA með ljúfum ilmi að eigin vali og fallegu ljósi.
Cement er frábær ilmgjafi sem dreyfir þínum uppáhalds ilmi um heimili þitt. Með því að setja í hann vatn og nokkra dropa af ilmolíu eða ilmkjarnaolíu og ýta á takka þá dreyfir hann án þess þó að hita, fínum úða og ilmandi gufu út í andrúmsloftið sem örvar skynfærin og gerir þér kleift að sökkva inn í afslappaðan heim heilunar og jafnvægis. Þetta er talin vera besta leiðin til þess dreifa ilmi í andrúmsloftið, þar sem ilmolíulamparnir hita EKKI olíurnar og verða þær því ekki fyrir neinum skemmdum.
Ef þú notar úðann án olíu og ilms, geturðu samt sem áður notið rakans af úðanum en hann er tilvalinn til að vinna mót þurrki sem skapast af nútíma upphitun.
Cement slekkur á sér sjálfur þegar vatnið fer niður fyrir ákveðin mörk, sem þýðir að hann er fullkomlega öruggur og tilvalinn til notkunar innan um börn og húsdýr.
Cement er rakatæki – jónatæki – hreinsun á lofti – ilmgjafi ef vill og lítið fallegt ljós.
Cement ilmolíulampinn er með USB tengi (innifalið), tengir hann því bara við tölvuna þína eða í síma-hleðslu kubb.
Stærð: 11 cm x 14 cm
Kraftur: 5 w
USB DC 5V
Vatnsmagn: 80 ml
Dugar í c.a. 4-8 tíma.
á lager