Þyngd | 1 kg |
---|
REVITALASH – LASH & BROW MASQUE
6.990 kr.
Brautryðjandi og byltingarkenndur augabrúna og augnháramaski sem hannaður er til þess að bæta útlit og áþreifanleika augnhára og augabrúna. Maskinn inniheldur virk og næringarrík innihaldsefni sem stuðla að heilbrigðu og glansandi útliti auk sveigjanlegri og mýkri áferðar. Þá hentar formúlan einstaklega vel augnhárum og augabrúnum sem hafa orðið fyrir skemmdum af völdum snyrtivara og/eða meðferða.
Innihaldsefni maskans eru meðal annars þríflórusamstæða (Tri-flora-complex) (Ginseng + Gleditsia + hvítnettla) sem stuðlar að endurheimt styrks, náttúrulegs glans og lífleika.
Trehalósa er létt rakagjöf sem lagar rakastig og gerir hárið minna viðkvæmt fyrir broti.
Bíótín: Styður við heilbrigði augnhára og augabrúna með því að næra og styrkja.
E-vítamín: Veitir öflugan andoxunarávinning.
Notkun:
Fyrsta skref: notið maskann tvisvar í viku. Maskinn er settur á hreinar, þurrar augabrúnir og augnhár með burstanum þar til góðri þekju hefur verið náð. Maskinn er látinn liggja á í 15 mínútur eða þar til hann hefur þornað.
Annað skref: skolið maskann af með heitu vatni þar til að hann byrjar að losna frá hárunum.
Þriðja skref: notið greiðuna til að fjarlægja maskann varlega af augabrúnum og augnhárum. Endurtakið þar til maskinn er farinn af.
Við mælum með bakteríudrepandi sápu og heitu vatni til að þrífa greiðuna. Leyfið greiðunni að þorna. Ekki er mælst með að nota spritt, alkóhol eða samskonar sótthreinsa til að hreinsa.
á lager