Þyngd | 1 kg |
---|
NEGARA – ILMOLÍULAMPI M/ FJARSTÝRINGU
29.900 kr.
NEGARA er nýjasta viðbótin í ilmolíulampa fjölskylduna okkar, einstaklega fallegur ilmolíulampi með fjarstýringu og kúpullinn handgerður úr náttúrulegum við frá Malasíu.
NEGARA dregur nafn sitt og innblástur frá Taman Negara regnskóginum.
NEGARA tekur 100 ml af vatni og er með 3 mismunandi rakastillingum hann gengur í 4klst á „high“, 7klst á „low“ og svo 10klst á „intermittent“ en þá gengur hann með hléum.
NEGARA er frábær ilmgjafi sem dreifir þínum uppáhalds ilmi um heimili þitt. Með því að setja í hann vatn og nokkra dropa af ilmolíu eða ilmkjarnaolíu og ýta á takka þá dreifir hann án þess þó að hita, fínum úða og ilmandi gufu út í andrúmsloftið sem örvar skynfærin og gerir þér kleift að sökkva inn í afslappaðan heim heilunar og jafnvægis. Þetta er talin vera besta leiðin til þess dreifa ilmi í andrúmsloftið, þar sem ilmolíulamparnir hita EKKI olíurnar og verða þær því ekki fyrir neinum skemmdum.
Ef þú notar úðann án olíu og ilms, geturðu samt sem áður notið rakans af úðanum en hann er tilvalinn til að vinna mót þurrki sem skapast af nútíma upphitun.
NEGARA slekkur á sér sjálfur þegar vatnið fer niður fyrir ákveðin mörk, sem þýðir að hann er fullkomlega öruggur og tilvalinn til notkunar innan um börn og húsdýr.
NEGARA er rakatæki – jónatæki – hreinsun á lofti – ilmgjafi ef vill.
Stærð: 19 cm x 16,8 cm
á lager
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.