Þyngd | 1 kg |
---|
ZOLO ilmkjarnaolíubox
6.900 kr.
Zolo boxið inniheldur 4 vinsælustu ilmkjarnaolíurnar okkar:
Lavender
Pure Lemon
Tea Tree
Eucalyptus
Lavender – Ilmar dásamlega, settu nokkra dropa í ilmolíulampann þinn og allt ilmar.
Hún er róandi og slakandi. Tilvalið til að losna við óæskilega lykt.
Lavender í lampann þinn veitir almenna vellíðan.
Prófaðu bara…..
Frjókornaofnæmi
Prufaðu að þrífa lampann extra vel – settu svo smá vatn og pínu edik – lampann í gang í ca 15 – 20 mín.
Helltu þá úr honum og settu aftur vatn og LAVENDER ilmkjarnaolíu.
Prufaðu líka að setja einn dropa af henni í lófana og nuddaðu þeim saman – andaðu svo vel að þér í nokkrar mínútur.
Fyrir húsverkin
Fyrir hreinan og ilmandi þvott er tilvalið að setja eina teskeið af Lavenderolíu út í hálfan líter af ediki og hrista duglega. Gætið þess að merkja flöskuna og að þetta er aðeins ætlað til þvottar. Edikið er afar gott hreinsiefni, sótthreinsandi og frískandi að auki. Lavenderolían gefur þvottinum góðan ilm og veitir vörn gegn bakteríum og sveppamyndun. Til þess að þrífa gólfin og fá góða angan má bæta þessari blöndu í vatn og renna yfir gólfin. Það eru þrif sem eru bæði góð fyrir heimilið sem og umhverfið. Það gerist ekki betra.
Fyrir heimilið
Bættu nokkrum dropum af Lavenderolíu út í úðabrúsa með hreinu vatni. Úðaðu blöndunni létt yfir rúmfötin því það gefur ferskan ilm og góðan svefn.
Fyrir þig
Lavenderolían er til svo ótrúlega margra hluta nytsamleg. Hún er til að mynda frábær í baðið jafnt sem fótabaðið, enda hamlar hún afskaplega mikið sveppamyndun. Sumir sem glíma við kvíða setja dropa aftan við eyrun þegar kvíðatilfinningar gera vart við sig því þessi kjarnmikla olía er svo einstaklega róandi. Svo er gott að þynna hana í vatni og nudda á gagnaugun ef höfuðverkur gerir vart við sig.
Lavender er góð gegn; bruna, sólbruna, þurrkablettum, exemi og unglingabólum. Hún er róandi, og virkar gegn kvíða, þunglyndi, svefnleysi, hormónaójafnvægi, mígreni, höfuðverkjum og meltingartruflunum, s.s. niðurgangi.
Pure Lemon- Mjög bakteríu- og vírusdrepandi, afar góð fyrir höfuð, góð gegn sveppum. Örvar og styrkir flest kerfi líkamans.
Mjög góð í ilmolíulampann við öndunarfærasýkingum, er slímlosandi. Virkar mjög vel á kvef , asma og slímhúðarbólgur.
Lemon er góð við munnangri, uppköstum, jafnar sýrumyndun, er sótthreinsandi.
Örvar og styrkir ónæmiskerfið.
Lemon er góður húðhreinsir og er notuð á bólur, frunsur, vörtur og líkþorn. Örvar blóðflæði í efstu lögum húðar og lífgar upp á líflausa og þreytta húð. Gefur hári gljáa og örvar vöxt.
Rosa gott að blanda saman Lemon og Eucalyptus, það er svakalega góð blanda við kvefi.
Líka gott að setja nokkra dropa af Lemon út í vatn í úðabrúsa og spreyja aðeins um húsið.
Það er ótrúlega þægilegt eftir ræktina að vera með lemon útí vatni í úðabrúsa og spreyja yfir sig – PRÓFAÐU.
Annað: Lemon hreinsar andrúmsloftið og er góð skordýrafæla. Góð fyrir lélegar neglur. Olían er afar hreinsandi og mikið notuð við matargerð og sem meðalaolía. Mikið notuð sem ilmefni í sápur, þvottaefni, krem, ilmvötn og fleira.
Vissir þú að LEMON ilmkjarnaolían fælir flugur í burtu.
Skelltu LEMON í ilmolíulampann þinn ef flugurnar eru að angra þig.
Tea Tree – Er besta olían til að vinna á sjúkdómum tengdum sýkingum eins og bakteríur, sveppa og
vírusar. Tekur út bit á móskító, Frunsur, munnangur (borið beint á). Best á bólur
með sýkingum. Styrkir ónæmiskerfið. Mjög góð við alls konar sýkingum, blandist
við Eucalyptus við kvefi og flensu.
Tea tree er frábær til að blanda í vatnsbrúsa og spreyja yfir hárið á börnunum okkar áður en þau fara í skólann/leikskólann þegar lús er á sveimi. Notist þá á hverjum morgni meðan lúsin er að ganga.
Eucalyptus – Þetta er hrein ilmkjarnaolía unnin úr ferskum laufum af Tröllatré.
Hún er svo hrein og góð, það er svo gott að anda henni að sér.
Ef þú ert með kvef eða flensu þá er þessi algjörlega þess virði.
á lager
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.