fbpx

Meðhöndlun Made by Zen Ilmolíulampa/rakatækja.

Setjið volgt vatn í lampann upp að línunni sem þið sjáið innan í lampanum, setjið því næst uppáhalds ilminn ykkar út í og kveikið á honum. Lamparnir hreinsaandrúmsloftið, gefa góðan raka, rosa góðan ilm, framleiða neikvæðar jónir sem er svaka gott fyrir sálina og síðast en ekki síst eru þær fallegir með litlu róandi ljósi. Lampinn slekkur á sér sjálfur þegar vatnið er búið, engar áhyggjur.

ÞRIF:  Það á að þrífa lampann allavega einu sinni til tvisvar í viku, það er gert með því að setja volgt vatn í hann og strjúka úr honum með eyrnapinna, skola svo tvisvar, þrisvar. Passaðu litla opið sem er efst (þar sem þú hellir úr honum) þarna er lítil rauf sem má alls ekki fara vatn ofaní, það er opið ofan í viftuna. Hella alltaf úr honum hinumegin. Þurrka með mjúku tissjú. MJÖG gott er að setja smá edik og smá vatn í lampann EFTIR þrif öðru hvoru, þá verður allt ennþá hreinna, gott að ná lykt í burtu úr lampanum með edikinu. Diskurinn sem er í miðjunni ofan í lampanum (hvítur) ætti að endast í u.þ.b 3 þús klst ef passað er vel upp á þrifin. Nýjan disk geturðu svo keypt hjá okkur, hann kostar 1990 kr. Síminn okkar er 615 3333.

Ilmolíulamparnir okkar eru einstakir.

Sumir skipta litum í ljósi, aðrir ekki.

Sumir bjóða upp á að slökkva á ljósinu en hafa tækið samt í gangi,

það er snilld fyrir þá sem vilja nota lampana í svefnherberginu.

Allir eru þeir rakatæki, jónatæki og hafa hreinsandi áhrif á andrúmsloftið.

Þeir eru mismunandi lengi í gangi áður en þeir slökkva á sér sjálfir þegar

vatnið er búið, allt frá 2 klst til 12 klst.

Þetta eru í raun og veru 5 tæki í einu litlu:

 • Rakatæki
 • Jónatæki
 • Hreinsun á lofti
 • Ilmgjafi og
 • lítið fallegt ljós

Þessi sniðugu litlu tæki er tilvalið að hafa nánast hvar sem er:

 • Svefnherbergjum
 • Stofunni
 • Forstofunni
 • Baðherberginu
 • Skrifstofunni
 • Líkamsræktinni
 • Hótel herbergjum
 • Sjúkrastofum og heilsugæslu
 • Spa svæðum
 • Snyrtistofum
 • Nuddstofunni
 • Þar sem dýr eru.

Ábyrgð:

Við erum með 1 árs ábyrgð á ilmolíulömpunum að öllu eðlilegu.

0