MARINA

14.900 kr.

Marina Aroma ilmúðinn sækir innblástur í hið magnaða þríeyki; mána, sól og jörð með öllum þyngdaröflum og kröftum sem valda breytingum á yfirborði hafsins og skapa öldur og dásamlega regnboga sem skreyta himininn litum.

Flýðu á vit sjávarheima sem þú hefur aldrei uppgötvað áður með því að bæta við kranavatni og nokkrum dropum af uppáhaldsilminum þínum í Marina. Með því að nota nýjustu ultrasonic tækni, dreifist viðkvæmur og kælandi ilmandi úði um andrúmsloftið og gerir þér kleift að slaka fullkomlega á og róin færist yfir þig.

Marina breytist úr einum lit í annan. Hæg breytingin milli lita gerir Marina kleift að líkja eftir hafinu meðan ein alda færist hægt að landi og fjarlægist aftur og ruggar þér í rónna. Á meðan þú kemst á þinn eigin persónulega griðastað og líkir eftir hafi þegar þú andar að þér og frá þér hreyfingum öldunnar, geturðu stöðvað ljósið á uppáhalds litnum þínum og notið þess að leyfa honum að lýsa upp andrúmsloftið á heimilinu. Til að þú komist að fullu í ró og slökun, má nota ljósið og úðann á sama tíma.

Það má ennfremur nota skapgerðarljósið eitt og sér án úðans, sem gerir Marina að glæsilegum lampa til skrauts eða sem næturljós að kvöldi.

Það má einnig nota úðann án ljóssins að kveldi, sem færir þig enn dýpra í ilmandi blundinn.

Marina er með sjálfvirkri úðastillingu, sem er tilvalið fyrir sterkari ilm eða þegar krafist er notkunar í lengri tíma.

Hitalausa tæknin okkar er talin besta leiðin til að úða ilmefnum út í andrúmsloftið, þar sem án beins hita, varðveitast heilunareiginleikar ilmolíanna og þær eru ekki brotnar niður.

Marina slekkur sjálfkrafa á sér þegar vatnsyfirborðið fellur niður fyrir ákveðin mörk, sem tryggir algjört öryggi og gerir Marina tilvalið til notkunar innan um ung börn og gæludýr.

Marina er rakatæki – hreinsar loftið – er jónatæki – gefur ilm ef vill og fallegt ljós.

Stærð vöru: Φ152mm × 172mm

Straumur: DC 24V

Kraftur: 12W

Vatnsmagn: 200ml

 

Ekki til á lager

Flokkur:

Additional information

Þyngd 1 kg