Þyngd | 1 kg |
---|
Ozosana – ósonuð hársápa
3.890 kr.
á lager
Einstök ósonuð hársápa
Hársápan eða sjampóið kemur sem bar/stykki sem er sérstaklega þægilegt. Mjög gott að vera með sápubox með grind í svo sápan liggi ekki í vatni.
Helstu eiginleikar:
- Djúphreinsun og súrefnisgjöf: Óson hreinsar hársvörðinn á djúpstæðan hátt, fjarlægir óhreinindi, umfram fitu og leifar annarra vara. Það stuðlar einnig að betra súrefnisflæði til hársekkjanna sem er lykilatriði fyrir heilbrigt og sterkt hár.
- Jafnvægi í hársverði: Sérstaklega hentugt fyrir viðkvæman, pirraðan eða kláðakenndan hársvörð. Sápan er bólgueyðandi og eyðir líka örverum. Hún róar húðina, dregur úr flösu og hjálpar líka til við að halda fituhúðbólgu (seborrheic dermatitis) í skefjum.
- Styrking og forvörn gegn hárlosi: Með því að örva blóðflæði í hársverði og súrefnismetta hársekkina styrkir ósonað sjampó hárið frá rótum. Það getur dregið úr ótímabæru hárlosi og örvað nýjan hárvöxt.
- Raki og næring: Ósonuðu olíurnar næra og veita hárinu djúpan raka, þannig að það verður mjúkt, glansandi og meira teygjanlegt. Olíurnar endurheimta náttúrulegan varnarhjúp hársvarðarins og viðhalda heilbrigðu sýrustigi (pH).
- Andoxandi áhrif: Óson hefur andoxunareiginleika sem verndar bæði hár og hársvörð fyrir skaða af völdum sindurefna og umhverfisáhrifa.
- Glansandi, fallegt og heilbrigt hár: Jafnvægi formúlunnar tryggir ekki aðeins hreinsun og vörn, heldur gefur hárinu heilbrigðara útlit, meiri gljáa og það verður auðveldara í meðhöndlun.
Fyrir hvern er ósonuð hársápa ? Hún hentar sérstaklega:
- Fólki með viðkvæman, pirraðan eða kláðakenndan hársvörð.
- Þeim sem glíma við flösu eða fituhúðbólgu.
- Einstaklingum með veikt, brothætt hár og hárlos.
- Þeim sem sækjast eftir djúphreinsun og súrefnisgjöf fyrir hárið.
- Fólki sem vill bæta almenna heilsu og útlit hársins.
Notkun:
Notist beint í hárið – nuddið í blautt hárið.
Nuddið hársvörðinn svolitla stund og skolið svo mjög vel.
Sápustykkið er 55 grömm
Ilmefnalaust
Ekki prófað á dýrum og er alveg laust við öll efni úr dýraríkinu.
á lager