Þyngd | 1 kg |
---|
Patchouli
2.890 kr.
Patchouli er róandi og stresslosandi og getur reynst vel þegar taugakerfið er komið að þrotum. Hún er mjög góð við allskonar húðkvillum eins og t.d exemi, bólum, bruna og ofnæmisútbrotum. Hún getur líka reynst vel í krem á þurra og sprungna fætur og á sár. Patchouli er líka sótthreinsandi og sveppadrepandi.
Patchouli blandast vel með bergamot, clary sage, geranium, lavender og myrru.
Notkun:
Fyrir ilmolíulampa er gott að byrja á 3-5 dropum og auka svo magnið eins og hverjum og einum finnst við hæfi. Það má setja hana í ilmolíubrennara, þá eru settir 3-5 dropar í vatnið og svo kveikt á kerti undir.
Fyrir líkamsolíu þá er gott að setja 20 dropa af ilmkjarnaolíu út í 100 ml af grunnolíu.
Varúð:
Til að forðast ertingu eða ofnæmisviðbrögð er gott að setja einn dropa af ilmkjarnaolíunni beint á húðina til að sjá hvernig hún bregst við en við mælum með að blanda alltaf ilmkjarnaolíum út í grunnolíu áður en hún er borin á húð til að forðast ertingu. Geymið ilmkjarnaolíuna þar sem börn ná ekki til og fjarri sólarljósi. Ef olían berst í augu er best að setja t.d. ólífuolíu fyrst í augað og skola síðan með vatni. Leitið til læknis ef erting hættir ekki. Olían er eingöngu ætluð til útvortis notkunar.
Ef þú vilt nánari uppl um ilmkjarnaolíuna þá er best að hafa samb við ilmkjarnaolíufræðing.
á lager